Fréttir Fýluferð hjá slökkviliðinu 8. júní 2010 14:34 Slökkviliðið í Hveragerði var kallað út laust fyrir hádegi í dag þegar tilkynnt var um svartan reyk frá Friðarstöðum í Gufudal við Hveragerði. Engin hætta reyndist þar á ferðum en verið var að brenna rusl og ekki hafði verið sótt um brennuleyfi.