Fylgst með ökumönnum úr lofti

Á föstudag og sunnudag flaug Landhelgisgæslan með lögreglumenn frá Selfossi eftirlitsferðir með umferðinni.

Farið var um Suður- og Vesturland og mælingar gerðar, bæði úr lofti og á jörðu niðri. Einn var kærður fyrir að aka of hratt á Suðurlandsvegi seinni part sunnudags skammt frá Reynisfjalli og lýkur hann máli sínu með sektargreiðslu.

Auk þessa sinntu gæslumenn sjúkraútköllum sem upp komu á meðan á eftirlitinu stóð.

Umferð gekk almennt vel fyrir sig en liðin helgi hefur oft verið ein stærsta ferðahelgi sumarsins.

Fyrri greinSelfosslögreglan fær 4,3 milljónir til að auka sýnileika yfir sumarið
Næsta greinHélt að hann mætti keyra fullur í sveitinni