Fylgst með umferð um Suðurstrandarveg

Lögreglan mun viðhafa sérstakt eftirlit á Suðurstrandarvegi á leikdögum Þórs og Grindavíkur í úrslitakeppni Íslandsmótsins í körfubolta.

Búast má við mikilli umferð um veginn og vill lögreglan benda á að sérstakt eftirlit verður viðhaft á Suðurstrandarveginum á leikdögum. Fyrsti leikur liðanna er í kvöld í Grindavík.

Einnig munu lögreglumenn fylgjast með lagningu bifreiða við íþróttahúsið í Grindavík. Vonandi að sem fæstir fái hraðasekt eða miða á framrúðuna fyrir að leggja ólöglega.

Fyrri greinFékk logandi sígarettu í hettuna og valt
Næsta greinBanaslys í Skaftárhreppi