Fylgst með ökumönnum úr lofti

Á föstudag og sunnudag flaug Landhelgisgæslan með lögreglumenn frá Selfossi eftirlitsferðir með umferðinni.

Farið var um Suður- og Vesturland og mælingar gerðar, bæði úr lofti og á jörðu niðri. Einn var kærður fyrir að aka of hratt á Suðurlandsvegi seinni part sunnudags skammt frá Reynisfjalli og lýkur hann máli sínu með sektargreiðslu.

Auk þessa sinntu gæslumenn sjúkraútköllum sem upp komu á meðan á eftirlitinu stóð.

Umferð gekk almennt vel fyrir sig en liðin helgi hefur oft verið ein stærsta ferðahelgi sumarsins.