Fylgst með ökumönnum innanbæjar

Lögreglan hefur í dag fylgst sérstaklega með ökumönnum innanbæjar á Selfossi með hraðamælingum og öðru eftirliti.

Alls voru 26 ökumenn stöðvaðir víðs vegar um bæinn vegna umferðarlagabrota, flestir vegna hraðaksturs en auk þess var fylgst er með belta-, síma- og ljósanotkun.

Langflestir ökumennirnir voru þó til fyrirmyndar og nokkrir sluppu með tiltal ef þeir voru rétt yfir hraðamörkum, sérstaklega í nágrenni við grunnskólana þar sem 30 km hámarkshraði er leyfður.

Sá sem hraðast ók var á 83 km/klst hraða á Langholtinu þar sem leyfður hámarkshraði er 50 km/klst. Sá reyndist vera sviptur ökuréttindum í þokkabót.