Fylgjast vel með skjálftum við Húsmúla

Bæjaryfirvöld í Hveragerði munu áfram fylgjast vel með þróun mála í nágrenni Hellisheiðarvrikjunar með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi.

Þetta kemur fram í pistli sem Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri, birti á vef Hveragerðisbæjar í gær. Þegar pistillinn var ritaður höfðu orðið 105 skjálftar við niðurdælingarsvæðið í Húsmúla á síðustu 48 klukkustundum. Þeir stærstu um 2 á Richter.

Í pistlinum rekur Aldís viðbrögð bæjaryfirvalda við manngerðum jarðskjálftum á Hellisheiði.

Á íbúafundi í Hveragerði þann 17. október töldu fyrirlesarar líkur á að draga myndi úr skjálftavirkni þegar fram liðu stundir en jafnframt baðst forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur afsökunar á því að hafa ekki á fyrri stigum kynnt þessar afleiðingar niðurdælingarinnar fyrir nærsamfélaginu.

Viðbrögð Orkuveitunnar við athugasemdum Hvergerðinga liggja að öðru leiti ekki fyrir.

Heimasíða Hveragerðisbæjar

Fyrri greinRangæingarnir tryggðu Íslandi sigur
Næsta greinHamar kveður Worthy