Fylgdarakstur yfir Hellisheiði – Þrengslin lokuð

Á Hellisheiði. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Styrmir Grétarsson

Vegurinn um Hellisheiði er lokaður en farnar eru reglulegar ferðir næstu klukkutímana, með fylgdarakstur yfir heiðina frá Hveragerði og frá Rauðavatni.

Fyrsta ferð fór frá lokunarpóstum um kl. 21:00 og stefnt er að ferðum á 30-40 mínútna fresti ef vel gengur, fram undir miðnætti.

Þrengslavegur er lokaður og Sandskeið sömuleiðis.

Fyrri greinAppelsínugul viðvörun á miðvikudag
Næsta greinLeikplanið fauk út í veður og vind