Vegurinn um Hellisheiði er lokaður en farnar eru reglulegar ferðir næstu klukkutímana, með fylgdarakstur yfir heiðina frá Hveragerði og frá Rauðavatni.
Fyrsta ferð fór frá lokunarpóstum um kl. 21:00 og stefnt er að ferðum á 30-40 mínútna fresti ef vel gengur, fram undir miðnætti.
Þrengslavegur er lokaður og Sandskeið sömuleiðis.