Fylgdarakstur yfir Þrengslaveg

Vegagerðin er með fylgdarakstur yfir Þrengslaveg frá Rauðavatni að sunnan og við Þorlákshafnargatnamót að austan og er stefnt að halda honum áfram með kvöldinu ef að aðstæður leyfa.

Þannig er safnað saman í bílalestir og hleypt yfir í hollum í fylgd snjóruðningstækja.

Samgöngur hafa farið úr skorðum í dag vegna veðurs og hafa vegirnir um Hellisheiði og Þrengsli verið lokaðir síðan um miðjan dag.

Eins er lokað um Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði.

Opið er um Suðurstrandaveg en þar er hálka, éljagangur og hvassviðri.

Fyrri greinMarín Laufey glímukona ársins
Næsta greinHrunamenn/Þór Þ bikarmeistarar í 9. flokki