Fylgdarakstur um Reynisfjall í kvöld

sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson

UPPFÆRT KL. 21:15: Veginum um Reynisfjall var lokað kl. 21:00 í kvöld vegna vonskuveðurs og ofankomu.

—–

Björgunarsveitin Víkverji í Vík mun sinna fylgdarakstri á þjóðvegi 1 um Reynisfjall í kvöld. Umferð er stöðvuð sitt hvoru megin við fjallið og þurfa ökumenn að bíða eftir fylgdarbíl.

Fjöldi ökumanna hefur lent í vandræðum í Mýrdalnum í dag en krapi er á veginum og mikill vindur og er reiknað með að veðrið versni í kvöld.

Gul viðvörun var gefin út á Suðurlandi í dag en veðrið hefur verið verst í Mýrdalnum og reiknar Veðurstofan með að hviður geti náð 35 m/sek í Mýrdal og undir Eyjafjöllum til klukkan níu í kvöld.

Snjóþekja er í Grafningi og Nesjavallaleið er lokuð en annars eru vegir á Suðurlandi greiðfærir. Hálkublettir eru á Hellisheiði og Mýrdalssandi.

Fyrri greinHellisheiði lokuð til austurs
Næsta greinFyrirmyndarfyrirtæki í öllum sveitarfélögum á Suðurlandi