Fundu umtalsvert magn fíkniefna í söluumbúðum

Fjögur fíkniefnamál komu upp í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi um verslunarmannahelgina. Eitt þeirra tengist sölu fíkniefna á Selfossi og við húsleit fann lögreglan umtalsvert magn fíkniefna í söluumbúðum.

Við húsleitina naut lögreglan liðsinnis fíkniefnaleitarhundsins Vinkils og umsjónarmanns hans og sannaði hundurinn svo sannarlega gildi sitt.

Auk þessara fíkniefnamála kom upp eitt mál þar sem einstaklingur var með ólögleg lyf í fórum sínum.