Fundu týndan göngumann heilan á húfi

Björgunarsveitin Víkverji í Vík í Mýrdal var kölluð út um klukkan sjö í kvöld til leitar að erlendum ferðamanni er hugðist ganga yfir Reynisfjall og í Reynisfjöru í dag en skilaði sér ekki til baka á tilsettum tíma.

Maðurinn átti bókaða rútuferð frá Vík síðdegis í dag en hann skilaði sér ekki í rútuna og var þá farið að grennslast fyrir um hann.

Fyrsti hópurinn frá björgunarsveitinni sem lagði á Reynisfjall fann manninn á veginum neðarlega í fjallinu. Var hann heill á húfi en orðinn aðeins kaldur. Hafði gangan tekið mun lengri tíma en hann áætlaði og því fór sem fór.

Leiðindaveður var á svæðinu, éljagangur og rok og lítið skyggni.

Fyrri greinFerðaþjónustan í Vatnsholti sér um Þjórsárver
Næsta greinNelson og Pryor með sýningarleik