Fundu stolnar kerrur

Lögreglumenn á Selfossi fundu tvær stolnar fólksbílakerrur við húsleit í gærkvöldi.

Þjófurinn eða þjófarnir hafa líklega ætlað að koma þeim í verð.

Önnur kerran tengist þjófnaðarmáli á höfuðborgarsvæðinu þar sem talsverðu af verkfærum var meðal annars stolið en verkfærin hafa ekki fundist.