Fundu lítilræði af kannabis hjá góðkunningja

Húsleit var gerð í íbúðarhúsi á Selfossi á laugardagskvöld vegna gruns um að þar væru að finna fíkniefni hjá ungum manni sem býr í húsinu.

Við leitina fannst smávegis af kannabisefnum og neyslutólum.

Ungi maðurinn hefur nokkrum sinnum áður komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála.