Fundu landa og kraumandi gambra

Lögreglumenn gerðu í dag húsleit á heimili manns í Grímsnesi vegna gruns um að hann stæði að áfengisframleiðslu. Á heimili mannsins fundust hátt í 200 lítrar af gambra sem kraumaði í, enda um nýlega lögn að ræða.

Auk þess voru þar tæpir 50 lítrar af landa sem var um 30% að styrkleika. Einnig voru á staðnum eimingartæki og annar búnaður til framleiðslunnar. Hald var lagt á vökvann og tólin.

Maðurinn var handtekinn og færður til yfirheyrslu á lögreglustöðinni á Selfossi.

Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem lögreglumenn á Selfossi komast á snoðir um landaframleiðslu.

Fyrri greinUndirbúningur fyrir Músíktilraunir hafinn
Næsta greinFjögurra bíla árekstur í Kömbunum