Fundu fíkniefni á hótelherbergi

Lögreglan á Selfossi stöðvaði réttindalausan ökumann á Eyrarbakkavegi í gærkvöldi. Auk þess var hann undir áhrifum fíkniefna og fíkniefni fundust á tveimur farþegum í bílnum.

Lögreglan fann einnig lykla að hótelherbergi í bílnum og ákvað í framhaldinu að leita í herberginu. Þar fannst meira af fíkniefnum, kannabis og örvandi efni.