Fundu amfetamín í strætó

Lögreglumenn á Hvolsvelli fengu um helgina upplýsingar um að líklega væri fíkniefni að finna í strætó sem væri á leið að Landeyjahöfn.

Við leit í vagninum var pakki sem í var krukka með hvítu dufti, um 30 grömm, sem gaf ábendingu við prófun að væri amfetamín.

Við nánari rannsókn kom í ljós að kona í Vestmannaeyjum átti að fá pakkann en enginn sem var í vagninum tengdist málinu.

Lögreglan segir að efnið verði rannsakað nánar og málið rannsakað með tilliti til þess að það hafi verið ætlað til sölu.

Fyrri greinMissti meðvitund og sökk 10 metra
Næsta greinDagbók lögreglu: Leigði ótryggðan bílaleigubíl