Fundu 40 grömm af kannabislaufum

Í síðustu viku fóru lögreglumenn í húsleit á Selfossi vegna gruns um vörslu og sölu á kannabis. Grunurinn reyndist á rökum reistur en í íbúð manns fundust um 40 grömm af kannabislaufum.

Maðurinn játaði að eiga efnin og að hluti þeirra hafi hann ætlað til sölu. Við sömu húsleit fannst gramm af kannbis á konu sem karlmaður hafði rétt henni í sömu andrá og lögreglan kom á staðinn.

Þau voru bæði handtekin og færð í fangageymslu vegna annarar mála sem átti eftir að yfirheyra þau um.

Fyrri greinSjötíu minkar veiddir á síðasta ári í Árborg
Næsta greinHúsbrot á Selfossi og rúðubrot á Þingvöllum