Fundu 200 lítra af gambra

Tvöhundruð lítrar af gambra voru gerðir upptækir á sveitabæ í Árnessýslu í síðustu viku.

Engin suðutæki fundust við húsleit lögreglu, né tilbúið áfengi. Maður gekkst við því að eiga mjöðinn sem var gerður upptækur og sýni sent á rannsóknarstofu til styrkleikamælingar.

Málið er í rannsókn lögreglunnar á Selfossi.

Fyrri greinBrotist inn í Pakkhúsið
Næsta greinÓvenju margir ölvaðir