Fundu þýfi úr húsi og bíl

Á nýársdag fékk lögreglan á Selfossi tilkynningu um að farið hefði verið inn í hús við Heiðarbrún í Hveragerði á nýársnótt og þaðan stolið úlpu, veski og öðrum hlutum.

Síðar um daginn barst lögreglu vísbending um hver hefði verið að verki.

Sá maður var heimsóttur af lögreglu og hjá honum fundust þeir munir sem saknað var og fleiri til. Í ljós kom að hann hafði einnig tekið hluti úr mannlausri bifreið í götunni.

Í Þorlákshöfn var um 70 lítrum af dísilolíu var stolið af dráttarvél sem stóð við Klængsbúð. Þjófnaðurinn átti sér stað á tímabilinu frá kvöldi gamlársdags fram að hádegi annars í nýári.

Þeir sem veitt geta upplýsingar um þjófnaðinn eru beðnir um að hafa samband í síma lögreglu 480 1010.

Fyrri greinEkið á vinnandi mann
Næsta greinRéðst á karlinn með brotinni flösku