Fundu þýfi og fíkniefni við húsleit

Brotist var inn á veitingastaðinn Seylon við Eyrarveg á Selfossi aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku og þaðan stolið fartölvu og fleira.

Rannsókn leiddi lögreglu að íbúðarhúsi á Selfossi og við húsleit þar fannst þýfið og einnig um 30 grömm af maríjuana.

Maður sem var gestkomandi í húsinu játaði á sig innbrotið en húsráðandi að eiga fíkniefnin og telst málið því upplýst.