Fundarröð Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

Þingmenn Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi eru nú á ferð um kjördæmið og halda tíu opna fundi þar sem málin eru rædd við íbúa.

Björgvin G. Sigurðsson, Oddný G. Harðardóttir og Róbert Marshall hlusta á viðhorf íbúa og kynna framtíðarsýn jafnaðarmanna á sóknarfærin í fundarröðinni í maímánuði.

Meðal umræðuefna á fundunum verða sjávarútvegsmál, atvinnusköpun, auðlindanýting, samningsmarkmiðin við ESB og hvernig útrýma eigi fátækragildrum og efla menntun.

Í kvöld, mánudaginn 9. maí, er fundur kl. 20 í Cafe Árhús á Hellu, á þriðjudag er fundað í Grindavík, fimmtudaginn 12. maí kl. 20 í Samfylkingarhúsinu á Selfossi, mánudaginn 16. maí í Ráðhúskaffi Þorlákshöfn kl. 20, þriðjudaginn 17. maí í Samfylkingarhúsinu í Hveragerði og fundarröðinni lýkur svo með fundum í Vestmannaeyjum, Garði og Reykjanesbæ 18., 19. og 21. maí.

Fyrri greinGuðmundur og Aðalsteinn sigruðu
Næsta greinTvö innbrot um hábjartan dag