Fundarboðið barst mínútu of seint

Ljósmynd/Hveragerðisbær

Bæjarstjórnarfundi í Hveragerði var slitið í gær þar sem fundarboðið barst bæjarfulltrúum einni mínútu of seint.

Boðað var til fundar klukkan 17:00 í gær og barst fundarboðið síðastliðinn þriðjudag klukkan 17:01. Samkvæmt lögum á fundarboð að berast ekki seinna en tveimur sólarhringum fyrir fund.

Friðrik Sigurbjörnsson, bæjarfulltrúi D-listans, greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni en fulltrúar D-listans lögðu fram bókun í upphafi fundarins þar sem fram kom að fundurinn teldist ólögmætur og lagt til að nýr fundur yrði boðaður með lögmætum hætti.

„Fulltrúi O-listans, sem gagnrýndi mjög stjórnsýslu Hveragerðisbæjar undir stjórn D-listans síðustu ár og er nú kominn í meirihluta, kallaði þetta tittlingaskít vegna þess að það munaði 1 mínútu. Það kann vel að vera að það sé rétt, en lög eru lög,“ segir Friðrik.

Fyrri greinHernandez í hamingjuna
Næsta greinHorseDay notað við kennslu á Hólum