Fundað um fjórðu tunnuna

Sorptunnur í Árborg. Myndin tengist efni fréttarinnar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Sveitarfélagið Árborg blæs til tveggja íbúafunda nú í upphafi vikunnar til þess að kynna nýtt, samræmt flokkunarkerfi fyrir sorp. Fjórða sorptunnan bætist við í Árborg á næstunni.

Fundirnir verða haldnir í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 20 á Stað á Eyrarbakka og þriðjudaginn 7. mars klukkan 20 á Hótel Selfossi.

Íbúar eru hvattir til að mæta og kynna sér nýjar flokkunarreglur en tunnurnar fjórar verða fyrir pappír og pappa, plastumbúðir, lífrænan eldhúsúrgang og almennt sorp.

Fyrri greinGóður bragur á Þórsurum í seinni hálfleik
Næsta greinSelfyssingar fjölmennastir á Góumótinu