Fundað um hátíðir í Árborg

Sl. þriðjudag hélt menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar opinn fund um viðburði og hátíðir í Sveitarfélaginu Árborg 2012 í Ráðhúsi Árborgar.

Hátíðarhaldarar auk gesta fóru yfir þær hátíðir sem fyrirhugaðar eru á árinu, möguleika á nýjum viðburðum og samstarfi. Auk þess fór formaður menningarnefndar Árborgar, Kjartan Björnsson yfir aðkomu sveitarfélagsins að hátíðunum og hvernig styrkja mætti þann þátt til framtíðar.

Á fundinum kom fram að mikil sóknarfæri séu í ferðamannaiðnaðinum og eru fjölbreyttir og líflegir viðburðir, bæjarhátíðir og önnur menningardagskrá hluti af því sem ferðamenn, innlendir sem erlendir vilja sækja.

Fyrri greinFjögur störf í boði
Næsta greinMælskir ML-ingar í fyrsta sinn í Morfís