Fundað um málefni lögreglunnar

Lögreglumenn í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli funduðu allir á Hvolsvelli í síðustu viku.

Á fundinm voru rædd málefni lögreglunnar og verkefni komandi árs. Myndin sem fylgir fréttinni var tekin af þessu tilefni en á henni eru eru allir fastráðnir lögreglumenn umdæmisins ásamt lögreglustjóra og löglærðum fulltrúa.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Hvolsvelli. Þar kemur einnig fram að átta ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í síðustu viku og sá er hraðast ók var stöðvaður eftir að hafa mælst á 134 km hraða á Suðurlandsvegi við Núpsvötn.