Fundað um hreyfingar við Húsmúla

Í lok september funduðu fulltrúar Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, Orkuveitu Reykjavíkur, Jarðskjálftaeftirlits Veðurstofunnar og Almannavarnanefndar Árnessýslu í Hveragerði.

Fjallað var um jarðskjálftamælingar við Húsmúla og hreyfingar í jarðskorpunni á vinnslusvæði Orkuveitunnar. Fundurinn var gagnlegur og sneri að því hvernig best yrði fylgst með breytingum á svæðinu.

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Selfossi, segir að fulltrúar Almannavarna telji eðlilegt að fylgjast vel með öllum breytingum og gera tillögur um viðbætur á mælakerfi.

„Rétt þykir eins og ævinlega þegar fjallað er um slík málefni að fólk kynni sér reglur um það hvernig best sé að varast tjón vegna jarðhræringa. Fundurinn var haldinn til að skiptast á upplýsingum og var talið að samráðið væri mjög gagnlegt,“ segir Ólafur.

Fyrri greinÞór og Hamri spáð 7. sæti
Næsta greinSysturnar sáu um Mosfellinga