Fundað um bæjarhátíðir í Árborg

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar boðar til opins fundar um bæjarhátíðir og menningarviðburði í Árborg 2016. Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsi Árborgar, 3.hæð, þriðjudaginn 2.febrúar nk. kl.18:30.

Hátíðarhaldarar sem og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta.

Í tilkynningu frá nefndinni segir að mikil sóknarfæri séu í ferðamannaiðnaðinum og eru fjölbreyttir og líflegir menningarviðburðir hluti af því sem ferðamenn, innlendir sem erlendir vilja heimsækja.

Fyrri greinRaw bláberjakaka með döðlusúkkulaði
Næsta greinLilja Rafney: Áfram er dregið úr þjónustu á landsbyggðinni!