Fundað um atvinnumál í Hveragerði

Íbúafundur um atvinnumál verður haldinn í dag, þriðjudaginn 23. september, kl. 17 – 19 í Grunnskólanum í Hveragerði.

Bæjarstjórnin vinnur nú að gerð atvinnustefnu Hveragerðisbæjar undir handleiðslu atvinnuráðgjafa SASS. Við þá vinnu er brýnt að sjónarmið sem flestra komi fram og að íbúar fái tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri.

Bæjarráð samþykkti því að boða til fundar með íbúum, atvinnurekendum og öðrum áhugamönnum um atvinnuuppbyggingu í Hveragerði þar sem farið verður yfir helstu gildi Hveragerðisbæjar og þá möguleika sem felast í þeim hvað varðar framtíðar uppbyggingu atvinnulífs.

Fundurinn verði í svokölluðum heimskaffis stíl þar sem þátttakendum er skipt á nokkur borð og öllum frjálst að viðra hugmyndir sínar. Borðstjórar stýra umræðum og í lokin verða svo helstu niðurstöður dregnar saman og kynntar þátttakendum.

Vonast bæjarstjórn til að sjá sem allra flesta á fundinum en almenn þátttaka íbúa skiptir miklu máli við vinnu sem þessa.

Fyrri greinGefa fólki kost á að kynnast starfseminni í húsinu
Næsta greinBílar í Árnessýslu í 100 ár