Fullur og fastur á Klaustri

Lögreglan í Vík. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ökumaður bifreiðar sem festi bíl sinn í iðnaðarhverfi á Kirkjubæjarklaustri á mánudaginn í síðustu viku er grunaður um að hafa verið ölvaður við akstur í umrætt sinn.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi

Tveir aðrir ökumenn eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna eða lyfja við akstur í Árnessýslu þegar lögregla hafði afskipti af þeim. Annar þeirra ók bifreið sinni aftan á aðra við gatnamót Suðurlandsvegar og Þrengslavegar án þess þó að einhver hafi meiðst alvarlega.

Fyrri greinHálendisvaktin tilkynnti mannlausan bíl
Næsta greinSelfoss tapaði toppslagnum