Fullur að flýta sér

Ölvaður ökumaður var tekinn fyrir ofan hraðan akstur á Laugarvatni um miðnætti í gær.

Hann mældist á 102 km hraða þar sem leyfilegur hraði er 50 km. Í ljós kom að ökumaðurinn var ölvaður.

Maðurinn gaf öndunarsýni og var færður á lögreglustöðina á Selfossi þar sem tekið var blóðsýni úr honum. Hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða og má búast við því að fá sekt fyrir hraðaksturinn.