Fulltrúar Set á fagsýningu í Svíþjóð

Fulltrúar Set voru þátttakendur á árlegu sænsku fjarvarma sýningunni, Fjärrvärmemässan 2016, sem var haldin í Jönköping í Svíþjóð í síðustu viku og kynntu þar vörur og þjónustu fyrirtækisins.

Þátttaka Set á sýningunni er enn einn liðurinn í því að styrkja markaðssókn Set Pipes í Skandinavíu. Góð aðsókn var á sýningarbás Set alla þrjá dagana og mikill áhugi var á því sem fyrirtækið hefur að bjóða.

Þrjár ráðstefnur og sýningar voru haldnar þá þrjá daga sem viðburðurinn stóð yfir og þetta árið var þemað sjálfbært samfélag. Set sýndi og kynnti gestum sýningarinnar einangrað lagnaefni fyrir fjarvarmaveitur, en sýningarnar náðu yfir fjarvarma, vatns- og afrennslismál, vatnshreinsun, úrgangsmál og endurvinnslu.

Þeir sem sækja sýninguna eru aðallega forsvarsmenn og starfsmenn sveitarfélaga og orkufyrirtækja, hönnuðir, verkfræðingar og hagsmunaaðilar í þessum mikilvægu málaflokkum.

Fyrri greinBannað að ganga á Sólheimajökul
Næsta greinSigurður Ingi kosinn formaður Framsóknarflokksins