Fulltingi opnar útibú á Selfossi

„Það er frábært að vera komin á Selfoss enda eigum við mikið af viðskiptavinum á svæðinu og þar í kring. Ekki spillir fyrir að starfsmaður okkar, Margrét Lilliendahl býr á staðnum og mun sinna nýja útibúinu.“

Þetta segir Óðinn Elísson hrl., eigandi og framkvæmdastjóri Fulltingis, sem opnað hefur skrifstofu á Selfossi. Fulltingi hefur mikla sérhæfingu í slysa- og skaðabótamálum og uppgjörum slysabóta við tryggingafélög.

„Við hvetjum fólk sem lent hefur í slysum að koma við á skrifstofu okkar og leita sér upplýsingar um rétt sinn hjá sérhæfðu starfsfólki þar sem fólk sem lendir í slysum veit oft ekki rétt sinn sem oft kann að vera meiri en það ætlar í fyrstu. Best er að koma sem fyrst eftir að slys hefur orðið til að fá ráðgjöf,” segir Margrét og bætir því við að Fulltingi bjóði Selfyssinga og aðra nærsveitamenn hjartanlega velkomna.

Skrifstofan er til húsa við Austurveg 42, 2. hæð á Selfossi, fyrir ofan Nettó. Hjá fyrirtækinu starfa um tuttugu starfsmenn.