Fullt út að dyrum allan daginn

Það var frábær stemning á opnunarhátíð nýrrar verslunar Líflands á Selfossi síðastliðinn laugardag og var bókstaflega fullt út að dyrum allan laugardaginn.

Enginn þurfti að fara svangur heim, enda gestum boðið upp á grillaðar pylsur, flatkökur, kleinur og tertu í tilefni dagsins. Yngri kynslóðinni leiddist heldur ekki að taka rúnt í hestvagninum.

Við opnunina voru Ragna og Guðmundur hjá Baldvin&Þorvaldi heiðruð með kærum þökkum fyrir langt og farsælt samstarf. Lífland hefur þó ekki hætt samstarfinu við þau hjónin en fyrirtækið mun áfram versla af þeim sérsmíðuð reiðtygi og jafnframt sér Baldvin&Þorvaldur um viðgerðir fyrir Lífland.

Þórir Haraldsson, forstjóri Líflands, afhendir Rögnu og Guðmundi blómvönd með kærum þökkum fyrir langt og farsælt samstarf. Með þeim á myndinni er Guðbjörg Jónsdóttir, verslunarstjóri.
Karlakór Hreppamanna tók lagið fyrir gesti.

 

Fyrri greinHamar A sigraði hraðmót HSK
Næsta greinLandsmönnum boðið til samráðs við stefnumótun