Fuglarnir eru þagnaðir

Það er hljótt í Víkurþorpi en mikil aska er í loftinu þar og fáir á ferli. Fýllinn situr í berginu, ný orpinn, tjaldurinn vafrar hljóður um og enga kríu, lunda, svartfugl eða ritu er að sjá.

Sundlaugin í Vík verður lokuð á meðan á öskufalli stendur. Íþróttamiðstöðin er áfram opin og eru íbúar hvattir til að fara þangað og næra sál og líkama.

Grímur og hlífðargleraugu má nálgast á skrifstofu Mýrdalshrepps að Austurvegi 17 í Vík og hjá Björgunarsveitinni Víkverja að Smiðjuvegi 14 í Vík.