Fuglar og skollar á golfvellinum

Fálki á þúfunni á Svarfhólsvelli. Ljósmynd/Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi

Hluti af rannsóknum Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi á fuglastofnum í landslagi íslenskra sveita felst í að afla frekari upplýsinga um þéttleika og ferðir rándýra.

Til þess að skoða hvaða dýr eru á ferðinni er hægt að setja upp sjálfvirkar myndavélar og fyrr í vetur setti Böðvar Þórisson nokkrar slíkar vélar upp á golfvallarsvæðinu á Svarfhóli við Selfoss.

Ein fuglaþúfan hefur vakið meiri athygli en aðrar en hún virðist vera hálfgerð umferðarmiðstöð. Þar hafa náðst á mynd tvær tegundir af uglum, fálki, smyrill og tófur. Eða eins og Vigfús Eyjólfsson orðaði það á Facebooksíðu Golfklúbbs Selfoss; „Fuglar og skollar á vellinum. Það passar!“

Myndirnar má sjá á Facebooksíðu Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi.

Fyrri greinBiðin senn á enda
Næsta greinHamar og Selfoss sigruðu – Hrunamenn hrelldu toppliðið