FSu úr leik í Gettu betur

Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands féll úr leik í spurningakeppninni Gettu betur um síðustu helgi þegar liðið mætti Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í 16-liða úrslitum.

Lið FVA sigraði með 16 stigum gegn 13 stigum FSu.

Áður hafði lið Menntaskólans að Laugarvatni fallið úr keppni í 1. umferð en Laugvetningar töpuðu fyrir Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, 21-11.

Átta lið eru eftir í keppninni og hefst sjónvarpshluti hennar í Ríkissjónvarpinu um næstu helgi.