FSu úr leik í Gettu betur

Lið FSu, þau Valgeir Gestur, Elín og Heimir Árni. sunnlenska.is/Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir

Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands er úr leik í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, eftir tap gegn Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í 16-liða úrslitum í Ríkisútvarpinu í kvöld.

Keppni kvöldsins var hörkuspennandi, staðan eftir hraðaspurningarnar var 15-16 FB í vil og eftir mikla spennu í bjölluspurningunum skriðu Breiðhyltingar fram úr og unnu að lokum 19-26.

Lið FSu var skipað þeim Elínu Karlsdóttur, Heimi Árna Erlendssyni og Valgeiri Gesti Eysteinssyni. Þjálfari liðsins er Stefán Hannesson.

Fyrri greinFluttur með þyrlu eftir vélsleðaslys
Næsta greinÖruggur Þórssigur á útivelli