FSu úr leik í Gettu betur

Gettu betur-lið FSu á æfingu fyrr í vetur. Ljósmynd/FSu

Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands er úr leik í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, eftir tap gegn Menntaskólanum við Hamrahlíð í kvöld.

Liðin mættust á Rás2 og FSu átti erfitt uppdráttar strax frá upphafi þar sem MH kom á fljúgandi siglingu inn í hraðaspurningarnar. Staðan var 18-9 að hraðaspurningunum loknum.

Að lokum skildu þrettán stig liðin að en lokatölur urðu 30-17.

Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands skipa þau Ásrún Aldís Hreinsdóttir, Ásthildur Ragnarsdóttir og Hlynur Héðinsson.

Fyrri greinÍsak framlengir samning við Selfoss
Næsta greinMjölnir bauð lægst í Uppsveitunum