FSu úr leik eftir spennandi keppni

Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands er úr leik í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, eftir tap gegn Kvennaskólanum í spennandi viðureign í kvöld, 21-15.

Liðin mættust í útvarpssal en staðan að loknum hraðaspurningunum var 16-13 en FSu náði að minnka muninn í 16-15 áður en Kvennaskólinn tók á sprett og sigraði að lokum. Kvennaskólinn er því kominn í 8-liða úrslit þegar keppnin færist yfir í sjónvarpið.

Í liði FSu voru þeir Gísli Þór Axelsson, Eyþór Heimisson og Runólfur Óli Daðason sem kemur nýr inn í liðið en Gísli Þór og Eyþór voru í liðinu í fyrra.

Fyrri greinEignaspjöll unnin í íbúð meints kynferðisafbrotamanns
Næsta greinSmári íþróttamaður Bláskógabyggðar