FSu örugglega áfram

Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands gjörsigraði lið Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu í 1. umferð Gettu betur í kvöld.

Lokatölur urðu 8-18 en lið FSu náði góðu forskoti strax í hraðaspurningunum og hélt því til leiksloka.

FSu tefldi fram algjörlega nýju liði í kvöld en það skipa þeir Óskar Hróbjartsson, Sigmar Atli Guðmundsson og Magnús Borgar Friðriksson.

Fyrri greinAuglýst eftir forstöðumanni
Næsta greinADA kris ehf. bauð lægst