FSu og ML keppa í kvöld

Lið FSu, þau Elín Karlsdóttir, Ásrún Aldís Hreinsdóttir og Heimir Árni Erlendsson. sunnlenska.is/Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir

Síðasta keppniskvöld fyrstu umferðar spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, er í kvöld en þessi hluti keppninnar er í streymi á ruv.is. Fjölbrautaskóli Suðurlands og Menntaskólinn að Laugarvatni mæta til leiks í kvöld.

FSu keppir gegn Borgarholtsskóla klukkan 19:40 og klukkan 21:00 mætast ML og Tækniskólinn.

Skólarnir sem sigra í kvöld eru komnir í 16-liða úrslit sem fara fram í næstu viku en 8-liða úrslitin í sjónvarpi hefjast 3. febrúar.

Þau lið sem eru þegar komin áfram í 16-liða úrslit nú þegar eru ME, FÁ, MH, FNV, FG, Verzló, FB og MS ásamt sigurvegaranum frá því í fyrra, MR, auk þess sem þrjú stigahæstu taplið 1. umferðar komast einnig áfram í 16-liða úrslit.

Fyrri greinGuðrún listamaður mánaðarins í Gallery Listasel
Næsta greinSnjóflóðahætta að Fjallabaki