FSu og ML áfram í Gettu betur

Lið FSu skipa þau Valgeir Gestur Eysteinsson, Hrafnhildur Svava Hemmert Sigurðardóttir og Hjálmar Vilhelm Rúnarsson. Mynd/RÚV

Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands og Menntaskólans að Laugarvatni eru bæði komin áfram í 2. umferð Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna.

FSu mætti Menntaskólanum í Kópavogi á ruv.is í kvöld og sigraði 29-25. FSu byrjaði betur og leiddi 17-15 að loknum hraðaspurningunum. Bjölluspurningarnar voru spennandi og MK jafnaði 23-23 en Sunnlendingar voru sterkari á endasprettinum og sigruðu með fjögurra stiga mun.

Svo fór að MK komst einnig áfram sem annað af stigahæstu tapliðunum og svo skemmtilega vill til að FSu og ML drógust einnig saman í 2. umferð og mætast því aftur þann 19. janúar.

Menntaskólinn að Laugarvatni dróst gegn Verkmenntaskólanum á Akureyri í 1. umferð en VMA þurfti að draga sig úr keppni og því hefur ML leik í 2. umferðinni þar sem liðið mætir Menntaskólanum við Sund þann 21. janúar.

Fyrri greinHeiðrún Anna og Heiðar Snær íþróttafólk Árborgar 2025
Næsta greinSuðurland leiðir vöxt heildaratvinnutekna á landsvísu