FSu mætir Flensborg í sjónvarpinu

Lið FSu, þau Elín Karlsdóttir, Ásrún Aldís Hreinsdóttir og Heimir Árni Erlendsson. sunnlenska.is/Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir

Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands er komið í 8-liða úrslit í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, eftir glæsilegan sigur á Menntaskólanum við Hamrahlíð í 16-liða úrslitum í kvöld.

FSu tók forystuna strax eftir hraðaspurningarnar og bætti svo í forskotið í bjölluspurningunum. Að lokum var öruggur 25-18 sigur í húsi.

Í 8-liða úrslitunum fá Sunnlendingarnir verðugt verkefni en FSu mætir Flensborgarskólanum í Hafnarfirði í Ríkissjónvarpinu föstudaginn 24. febrúar.

Lið FSu skipa þau Elín Karlsdóttir, Ásrún Aldís Hreinsdóttir og Heimir Árni Erlendsson.

Fyrri greinByrjunin slæm í báðum hálfleikum
Næsta greinGul viðvörun: Stormur og asahláka