FSu lagði Snæfellinga

Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands lagði Fjölbrautaskóla Snæfellinga í fyrstu umferð Gettu betur í Ríkisútvarpinu í kvöld, 21-5.

FSu tók forystu strax eftir hraðaspurningarnar og leiddi þá 16-5. Að loknum bjölluspurningum var staðan 20-5 og FSu bætti við 1 stigi í lokaspurningunni.

Lið FSu skipa Gunnlaugur Bjarnason, Gísli Þór Axelsson og Eyþór Heimisson.

Dregið verður í 2. umferð á fimmtudagskvöld en FSu og ML verða bæði í hattinum.

Fyrri greinMikilvægur sigur á Egilsstöðum
Næsta greinUnglingar kallaðir til ráðgjafar