FSu komst ekki í sjónvarpið

Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands er úr leik í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, eftir hörkuspennandi viðureign við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Ríkisútvarpinu í gærkvöldi.

Mjótt var á munum mest alla keppnina en aðeins munaði einu stigi á liðunum eftir hraðaspurningarnar og skiptust liðin á að halda forystunni þar til bjölluspurningarnar voru ríflega hálfnaðar en þá tók lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja fram úr og sigraði að lokum 21-16.

Lið FSu skipuðu frænkurnar Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir og Ingibjörg Hjörleifsdóttir úr Þorlákshöfn og Selfyssingurinn Jakob Burgel Ingvarsson.

Fyrri greinSelfossþorrablótið flutt í Hvítahúsið
Næsta greinÞór grátlega nærri gullinu