FSu kærði dráttinn

Dregið hefur verið aftur í 1. umferð spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, eftir að FSu kærði fyrri dráttinn.

Þegar dregið var í fyrra skiptið sl. miðvikudag drógust Fjölbrautaskóli Suðurlands og Menntaskólinn við Hamrahlíð saman. Samkvæmt reglum keppninnar má ekki draga saman lið sem komust í 8-liða úrslit í fyrra en skólarnir tveir komust báðir svo langt.

Drátturinn var því ógildur eftir kæru FSu og í gær var dregið á nýjan leik.

Lið FSu dróst nú gegn Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu og mætast þau á Rás2 þann 2. febrúar kl. 20:00.

Menntaskólinn að Laugarvatni mun mæta Fjölbrautaskólanum í Garðabæ föstudagskvöldið 4. febrúar kl. 19:30.

Fyrri greinSnjóbylur undir Eyjafjöllum
Næsta greinFSu hlaut menntaverðlaunin