
Lið FSu tryggði sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna.
FSu mætti Menntaskólanum í Kópavogi í beinni útsendingu á Rás 2 í kvöld og vann öruggan sigur, 28-15. Liðið er því komið í 8-liða úrslit sem fara fram í Ríkissjónvarpinu í febrúar.
Lið FSu skipa þau Valgeir Gestur Eysteinsson, Hrafnhildur Svava Hemmert Sigurðardóttir og Hjálmar Vilhelm Rúnarsson.
Menntaskólinn að Laugarvatni hefur leik í Gettu betur á miðvikudagskvöld þegar liðið mætir Menntaskólanum við Sund í 16-liða úrslitunum.
