FSu í sjónvarpið

Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands sigraði í kvöld Starfsmenntabraut Hvanneyrar í 16-liða úrslitum spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur.

Liðin gerðu lítið af því að safna stigum í kvöld því lokatölur voru 11-6. FSu leiddi 7-4 að loknum bjölluspurningum. Sunnlendingar tryggði sér þar með sæti í 8-liða úrslitum í Ríkissjónvarpinu.

Lið FSu skipa þeir Eyþór Heimisson, Gunnlaugur Bjarnason og Gísli Axelsson.