FSu í þriðja sæti í sínum flokki

Verkefninu hjólað í skólann, sem er á vegum ÍSÍ, lauk með verðlaunaafhendingu síðastliðinn mánudag. Fjölbrautaskóli Suðurlands varð í 3. sæti í sínum flokki.

Markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta meðal nemenda og starfsmanna framhaldsskólanna.

FSu varð í þriðja sæti í flokki skóla yfir 1.000 nemendur og kennara. Veittar voru viðurkenningar fyrir þrjú efstu sætin í sínum flokki en alls tóku nítján framhaldsskólar þátt.

Kristín Rut Eysteinsdóttir, nemandi við FSu, vann verðlaun í Instagramleik verkefnisins en þar gátu þátttakendur sent inn myndir.

Fyrri greinÖlfus eignast hlut í leikskólum Hveragerðisbæjar
Næsta greinPrestakallið ekki lagt niður