FSu hlaut menntaverðlaunin

Fjölbrautaskóli Suðurlands hlaut í gær Menntaverðlaun Suðurlands fyrir verkefnið: „Skólinn í okkar höndum“.

Það er Menntanefnd SASS sem veitir verðlaunin en forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti þau við hátíðlega athöfn á hátíðarfundi Fræðslunets Suðurlands og Háskólafélags Suðurlands í skólanum í gær.

Tilnefningin beinist að fjórum verkefnum sem eru samtvinnuð: Olweusar-áætlunin gegn einelti, bættur skólabragur, dagamunur og heilsueflandi framhaldsskóli.

Fyrri greinFSu kærði dráttinn
Næsta greinStjórnin furðar sig á óvissunni